Fréttir

Ný lyf á markað 1. janúar 2016

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markaði 1. janúar 2016

12.1.2016

Aripiprazol W&H, töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg, 10 mg eða 15 mg af aripíprazóli. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað til meðferðar við geðklofa hjá fullorðnum og unglingum 15 ára og eldri og við meðalalvarlegu/alvarlegu oflæti hjá fullorðnum sjúklingum með geðhvarfasýki I og til meðferðar í allt að 12 vikur við meðalalvarlegum til alvarlegum oflætisfasa hjá unglingum 13 ára og eldri með geðhvarfasýki I. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Lyfið er lyfseðilsskylt.
 

BCG-medac duft og leysir fyrir þvagblöðrudreifu. Hvert hettuglas inniheldur BCG (Bacillus Calmette Guérin) bakteríustofn RIVM fenginn úr stofni 1173-P2, 2 x 108 til 3 x 109 lífvænlegar einingar. Lyfið er ætlað til meðhöndlun krabbameins sem ekki er ífarandi í þvagblöðruvegg. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Bendamustine Accord, stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Hvert ml af þykkni inniheldur 2,5 mg af bendamústínhýdróklóríði. Lyfið er ætlað sem fyrsti meðferðarkostur við langvinnu eitilfrumuhvítblæði hjá sjúklingum þar sem samsett krabbameinslyfjameðferð með flúdarabíni hentar ekki og sem helsti meðferðarkostur við mergæxli. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum.

Docetaxel Kabi, innrennslisþykkni, lausn. Hver ml af þykkni inniheldur 20 mg af vatnsfríu dócetaxeli. Hjálparefni með þekkta verkun er etanól. Lyfið, ásamt doxórúbisíni og cýklófosfamíði, er ætlað sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum með skurðtækt brjóstakrabbamein með eða án útbreiðslu til eitla. Lyfið er einnig ætlað til meðferðar á smáfrumu krabbameini í lungum, krabbameini í blöðruhálskirtli, kirtlakrabbameini í maga og flöguþekjukrabbameini á höfði og hálsi. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og kvensjúkdómum.

Hydroxyurea medac, hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 500 mg af hýdroxýkarbamíði. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er ætlað til meðferðar á langvarandi kyrningahvítblæði. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum.

Mekinist, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 0,5 mg eða 2 mg af trametinibi. Lyfið, eitt sér eða samhliða dabrafenibi, er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með sortuæxli, óskurðtækt eða með meinvörpum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi þess komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Metformin Sandoz, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af metforminhýdróklóríði sem samsvarar 390 mg af metforminbasa. Lyfið er ætlað til meðferðar við sykursýki af tegund 2, einkum hjá sjúklingum í yfirþyngd, þegar stjórn á mataræði og hreyfing skilar sér ekki í nægilegri stjórn á blóðsykri. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Pregabalina Tecnigen, hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur 25 mg, 75 mg, 150 mg eða 300 mg af pregabalíni. Lyfið er ætlað við flogaveiki og almennri kvíðaröskun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Rasagilin Krka, töflur. Hver tafla inniheldur 1 mg af rasagilini. Lyfið er ætlað til meðferðar við Parkinsonsveiki af óþekktum uppruna í einlyfjameðferð (án levodopa) eða viðbótarmeðferð (með levodopa) hjá sjúklingum sem eru með sveiflur eftir síðasta skammt. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Repatha, stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna. Hver áfylltur lyfjapenni inniheldur 140 mg af evolocumabi í 1 ml af lausn. Lyfið er ætlað, til viðbótar við sérstakt mataræði, til notkunar hjá fullorðnum með frumkomna kólesterólhækkun eða blandaða blóðfituröskun. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

REZOLSTA, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur darunavir 800 mg (sem etanolat) og 150 mg cobicistat. Lyfið er ætlað til samsettrar meðferðar með öðrum andretróveirulyfjum við HIV-1 veirusýkingu hjá fullorðnum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Spiolto Respimat, innöndunarlausn. Hver gefinn skammtur er 2,5 míkróg tiotropium (sem brómíðeinhýdrat) og 2,5 míkróg olodaterol (sem hýdróklóríð). Lyfið er ætlað sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni hjá fullorðnum sjúklingum með langvinna lungnateppu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Synjardy, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg eða 12,5 mg af empagliflozin og 1000 mg metformínhýdróklóríð. Lyfið er ætlað fullorðnum til meðferðar við sykursýki af tegund 2 til viðbótar við sérhæft mataræði og hreyfingu til að bæta blóðsykurstjórnun. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Zoledronic Acid Hospira, innrennslisþykkni, lausn. Hvert hettuglas með 5 ml af þykkni inniheldur 4 mg af zoledronsýru og hver poki með 100 ml inniheldur 4 mg af zoledronsýru.  Lyfið er ætlað til varnar sjúkdómseinkennum frá beinum (brotum sem stafa af sjúkdómum, samföllnum hrygg, geislun eða aðgerð á beinum eða æxlisörvaðri blóðkalsíumhækkun) hjá fullorðnum sjúklingum með langt gengna illkynja sjúkdóma er finnast í beinum og til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum við blóðkalsíumhækkun vegna æxla. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í efnaskipta- og innkirtlalækningum - gigtarlækningum - bæklunarlækningum - öldrunarlækningum - lungnalækningum og almennum lyflækningum. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt.

Til baka Senda grein