Fréttir

Starfsmaður Lyfjastofnunar einn af höfundum greinar í The Lancet

15.1.2016

Sigríður Ólafsdóttir sviðsstjóri hjá Lyfjastofnun er meðal höfunda greinar sem birtist í nýútkominni vefútgáfu The Lancet Infectious Diseases. Greinin heitir „Alternatives to antibiotics – a pipeline portfolio review“ og greinir frá niðurstöðum samvinnuverkefnis sérfræðinga í sýkingameðferðum sem eru á þróunarstigi.  Wellcome Trust og Breska heilbrigðisráðuneytið (Department of Health) greiddu kostnað við verkefnið.  Wellcome Trust birti fréttatilkynningu um birtingu greinarinnar á heimasíðu sinni.


Úrdrátt úr greininni má sjá hér.
Til baka Senda grein