Fréttir

Starfsmaður Lyfjastofnunar í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 um lyfjaprófunarslys í Frakklandi

Kolbeinn Guðmundsson yfirlæknir Lyfjastofnunar ræddi slys sem varð við lyfjaprófanir í Frakklandi í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í síðustu viku.  

25.1.2016

Alvarlegt slys við lyfjaprófanir átti sér stað í Frakklandi fyrr í janúar sem olli dauða eins og líklega óafturkræfs heilaskaða þriggja sjálfboðaliða. Í viðtalinu segir Kolbeinn að fréttirnar af slysinu hafi slegið sig en bætir jafnframt við að sem betur fer séu slys af þessu tagi mjög fátíð og að þetta sé fyrsta dauðsfallið á heilbrigðum einstaklingi sem vitað sé til að megi rekja til slyss við lyfjarannsóknir. 

„Ég held að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að kaupa lyf“ segir Kolbeinn þegar hann er spurður um möguleg áhrif af slysinu. „Fáir átta sig á því hvað það liggur í rauninni gríðarlega mikil vinna á bakvið lyf sem komið er í apótekið“. 

Hægt er að hlusta á viðtalið við Kolbein í heild sinni hér.

Lyfjastofnun veitir leyfi fyrir klínískum lyfjarannsóknum á Íslandi.

Til baka Senda grein