Fréttir

Vefsíður Lyfjastofnunar Evrópu munu liggja niðri frá 16. til 17. apríl

Allt upplýsingakerfi Lyfjastofnunar Evrópu, EMA, mun liggja niðri frá kl 5:00 laugardaginn 16. apríl til kl 5:00 sunnudaginn 17. apríl.

4.4.2016

Allar vefsíður, undirsíður þeirra og rafræn umsóknarform ásamt tölvupósti munu liggja niðri í 24 klukkustundir, frá kl 5:00 laugardaginn 16. apríl til kl 5:00 sunnudaginn 17. apríl. Tölvupósti, sem berst á þeim tíma, verður safnað og hann sendur til viðtakanda 17. apríl.

Svarað verður í neyðarsíma EMA eins og venjulega. Upplýsingasíða um neyðarnúmer mun birtast þann tíma sem EMA síðan liggur niðri.

Sjá frétt EMA
Til baka Senda grein