Fréttir

Ný lyf á markað 1. apríl 2016

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markaði 1. apríl 2016

6.4.2016

Aripiprazole Sandoz, töflur. Hver tafla 5 mg, 10 mg, 15 mg eða 30 mg af aripíprazóli. Hjálparefni með þekkta verkun er mjólkursykur. Lyfið er ætlað til meðferðar á geðklofa hjá fullorðnum og unglingum 15 ára og eldri og til meðferðar á meðalalvarlegu/alvarlegu oflæti hjá sjúklingum með geðhvarfasýki og til þess að fyrirbyggja nýtt oflætiskast hjá fullorðnum sem fá aðallega oflæti, þegar oflæti hefur svarað meðferð með aripíprazóli og  einnig ætlað til meðferðar í allt að 12 vikur á meðalalvarlegum til alvarlegum oflætisfasa hjá unglingum 13 ára og eldri með geðhvarfasýki. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Lyfið er lyfseðilsskylt.
 

Azyter, augndropar, lausn í stakskammtaíláti. Hvert gramm lausnar inniheldur 15 mg af azitrómýsíntvíhýdrati og er ætlað til staðbundinnar læknandi meðferðar á tárubólgu af völdum næmra stofna baktería. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Brinzolamide ratiopharm, augndropar, dreifa. Hver ml af dreifu inniheldur 10 mg af brinzolamidi. Hjálparefni með þekkta verkun er benzalkónklóríð. Lyfið er ætlað til að lækka augnþrýsting þegar fyrir hendi er hár augnþrýstingur eða gleiðhornsgláka. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Entresto, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur: 24,3 mg sacubitril og 25,7 mg valsartan, 48,6 mg sacubitril og 51,4 mg valsartan eða 97,2 mg sacubitril og 102,8 mg valsartan. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum við langvarandi hjartabilun með einkennum og skertu útfallsbroti. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Imnovid, hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur 1 mg, 2 mg, 3 mg eða 4 mg af pómalídómíði. Lyfið ásamt dexametasóni er ætlað til meðferðar á fullorðnum sjúklingum með mergæxli (multiple myeloma) sem hefur tekið sig upp að nýju og svarar ekki meðferð, sem hafa þegar fengið að minnsta kosti tvær meðferðir, þ.m.t. bæði lenalídómíð og bortezómíb, og sjúkdómurinn ágerðist hjá í síðustu meðferðinni. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt.

Mucolysin, freyðitöflur. Hver freyðitafla inniheldur 600 mg af acetýlcysteini. Lyfið leysir upp slím og notað við hósta með þykku, seigu slími. Lyfið er selt án lyfseðils.

Procysbi, sýruþolin hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur 25 mg eða 75 mg af cysteamíni. Lyfið er ætlað til meðferðar á staðfestum cystíngeymdarkvilla með nýrnasjúkdómi (nephropathic cystinosis). Það dregur úr uppsöfnun cystíns í sumum frumum (t.d. hvítkornum, vöðva- og lifrarfrumum) í sjúklingum með cystíngeymdarkvilla með nýrnasjúkdómi og dregur úr framvindu nýrnabilunar þegar meðferð er hafin snemma. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í efnaskipta- og innkirtlasjúkdómum og sérfræðinga í nýrnasjúkdómum. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Lyfið er merkt rauðum aðvörunarþríhyrningi.

Rasagilin WH, töflur. Hver tafla inniheldur 1 mg rasagílíni. Lyfið er ætlað til meðferðar við Parkinsons -sjúkdómi af óþekktum uppruna í einlyfjameðferð  (án levódópa) eða viðbótarmeðferð (með levódópa) hjá sjúklingum sem eru sveiflur eftir síðasta skammt. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Semintra, mixtúra, lausn handa köttum. Hver ml inniheldur tesmisartan 4 mg. Hjálparefni með þekkta verkun er benzalkonklóríð. Lyfinu er ætlað að draga úr próteinmigu í tengslum við langvinnan nýrnasjúkdóm hjá köttum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

 

Sjá lista

Til baka Senda grein