Fréttir

Lyfjastofnun býður til fræðslufundar

11.5.2016

Lyfjastofnun býður til fræðslufundar 26. maí nk. kl. 13:00-15:00. Fundurinn er ætlaður starfsfólki lyfjafyrirtækja og fer fram í húsnæði stofnunarinnar, Vínlandsleið 14 í Reykjavík.

Guðrún Kristín Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Lyfjastofnun á sviði lyfjagátar flytur erindið Sérstakt fræðsluefni og aðgerðir Lyfjastofnunar til að draga úr áhættu við notkun lyfja. Farið var yfir sama efni í fyrirlestri sem haldinn var  undir heitinu "Educational material - Actions taken to improve quality and compliance in Iceland", á "Fjórðu norrænu lyfjagátar ráðstefnunni" sem fram fór í Stokkhólmi, í nóvember sl. 

Ef sérstakur áhugi er fyrir því að ræða ákveðna, tilgreinda þætti sem lúta að efni erindisins er fyrirtækjum boðið að senda fyrirspurnir til jana@lyfjastofnun.is fyrir 19. maí nk. og mun stofnunin leitast við að veita svör við þeim á fundinum, eftir því sem kostur er.

Nánar um umræðuefnið:

Með öryggi sjúklinga í huga er mjög mikilvægt að tryggja að tilgreindir heilbrigðisstarfsmenn fái í hendur sérstakt öryggis- og fræðsluefni sem gefið er út að kröfu lyfjayfirvalda til að lágmarka áhættu við notkun tiltekinna lyfja.  Oftast sendir markaðsleyfishafi fræðsluefnið til þeirra lækna sem mega ávísa þessum lyfjum. Það er síðan lagt í þeirra hendur að tryggja að sjúklingar fái það fræðsluefni sem þeim er ætlað.  Lyfjastofnun hefur gripið til nokkurra aðgerða til að stuðla að því að þeim sem efnið er ætlað fái það í hendur, lesi það og skilji, og fylgi þeim ráðleggingum sem þar koma fram. Til að kanna árangur þessara aðgerða sendi stofnunin íslenskum læknum spurningakönnun í október 2015. 

Í fyrirlestrinum er leitast við að gefa mynd af því sem gert hefur verið á Íslandi og af hverju, ásamt því að leggja mat á hvort læknar og sjúklingar á Íslandi móttaki þessar mikilvægu öryggisupplýsingar.

Tekið er við skráningum á tölvupóstfangið jana@lyfjastofnun.is

Til baka Senda grein