Fréttir

Ný gjaldskrá Lyfjastofnunar

Gjaldskrá nr. 460/2016 fyrir markaðsleyfi, árgjöld og önnur gjöld fyrir lyf og skyldar vörur sem Lyfjastofnun innheimtir öðlaðist gildi 1. júní sl.

2.6.2016

Gjaldskrá nr. 460/2016, fyrir markaðsleyfi, árgjöld og önnur gjöld fyrir lyf og skyldar vörur sem Lyfjastofnun innheimtir var birt í B-deild Stjórnartíðinda 31. maí 2016 og hefur öðlast gildi. Gjaldskrá þessi leysir af hólmi eldri gjaldskrá stofnunarinnar nr. 635/2011.

Á grundvelli 12. gr. gjaldskrárinnar hefur Lyfjastofnun sett reglur um lækkun ákveðinna gjalda.

Hin nýja gjaldskrá felur í sér ákveðna hækkun gjalda en jafnframt eru einstaka gjöld lækkuð. Er því ekki um heildstæða hækkun gjalda að ræða. Jafnframt voru nokkrir gjaldaliðir úr eldri gjaldskrá felldir niður. 

Vakin er athygli á að gjöld samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar hafa ekki tekið breytingum síðan gjaldskrá nr. 635/2011 öðlaðist gildi. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13%. Gert er ráð fyrir að hin nýja gjaldskrá muni auka tekjur Lyfjastofnunar um u.þ.b. 30 milljónir króna á ársgrundvelli eða sem nemur um 4,5% af heildartekjum stofnunarinnar.

Nokkrir nýir gjaldaliðir í hinni nýju gjaldskrá eru útskýrðir hér ásamt þeim breytingum sem gerðar voru á texta nokkurra gjaldaliða.

Til baka Senda grein