Fréttir

Til markaðsleyfishafa: Íslenskar þýðingar á nýjum staðalheitum/breytt þýðing á staðalheiti

Íslenskar þýðingar á nýjum staðalheitum fyrir lyfjaform og umbúðir frá evrópsku lyfjaskránni (EDQM) hafa verið samþykktar.

13.6.2016

Íslenskar þýðingar á nýjum staðalheitum fyrir lyfjaform og umbúðir frá evrópsku lyfjaskránni (EDQM) hafa verið samþykktar. Um er að ræða  10 ný staðalheiti. Einnig hefur verið gerð breyting á einu áður samþykktu staðalheiti.  

Þýðingar á staðalheitum í lyfjatextum skal uppfæra samhliða öðrum textabreytingum og nýir textar ekki sendir Lyfjastofnun eingöngu vegna breyttra þýðinga þeirra.

Áletranir á umbúðum skal almennt uppfæra við fyrstu endurprentun eftir að uppfærðir textar hafa verið samþykktir. Gæta skal samræmis í upplýsingum í prentuðum fylgiseðli og á umbúðum.

Gagnagrunnur Lyfjastofnunar hefur verið uppfærður þ.e. ný staðalheiti munu koma fram í bréfum Lyfjastofnunar þótt lyfjatextar hafi ekki verið uppfærðir. Ennfremur hafa orðalistar á heimasíðu Lyfjastofnunar verið uppfærðir vegna ofangreindra breytinga.

Til baka Senda grein