Fréttir

Ný lyf á markað 1. júní 2016

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. júní 2016

15.6.2016

Animed vet.,  húðúði, dreifa. Hvert úðaílát inniheldur klórtetrasýklínhýdróklóríð 3,210 g. Lyfið er ætlað nautgripum, kindum og svínum til meðferð á yfirborðssárum af völdum áverka eða skurðaðgerðar sem hafa sýkst af klórtetrasýklín- næmum bakteríum. Lyfið má nota sem hluta af meðferð á yfirborðssýkingum á húð og klaufum, einkum fótroti (interdigital dermatitis) og húðbólgu á fótum (digital deramatitis) af völdum baktería sem eru næmar fyrir klórtetrasýklíni. Lyfið er lyfseðilsskylt.
 

AQUI-S vet., baðþykkni, lausn. Meðferðarlausn fyrir atlantshafslax og regnbogasilung. Lyfið inniheldur isoeugenol 540 mg/ml. Lyfið er ætlað til að slæva og svæfa atlantshafslax og regnbogasilung við meðhöndlun (flokkun, tilfærslu, flutning, talningu laxalúsa, kreisting klakfiska) og við bólusetningu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Busilvex. Innrennslisþykkni, lausn. Einn ml af innrennslisþykkni inniheldur 6 mg búsúlfan (60 mg í 10 ml). Lyfið, ásamt cýklófosfamíði,  er ætlað sem undirbúningsmeðferð fyrir hefðbundna stofnfrumnaígræðslu (haematopoietic progenitor cell transplantation (HPCT)) hjá fullorðnum sjúklingum þegar samsetningin er talin besti kosturinn. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum.

DUOKOPT. Augndropar, lausn. Í hverjum ml eru 22,25 mg af dorzólamíðhýdróklóríði sem jafngildir 20 mg af dorzólamíði og 6,83 mg af tímólólmaleati sem jafngildir 5 mg af tímólóli. Lyfið er ætlað til meðferðar á hækkuðum augnþrýstingi (IOP) hjá sjúklingum með gleiðhornsgláku og gleiðhornsgláku með tálflögnun (pseudoexfoliative glaucoma) þegar staðbundin meðferð með beta-blokkum eingöngu hefur ekki reynst nægjanleg. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Losartan Medical Valley. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 12,5 mg eða 50 mg af ósartankalíum. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar við háþrýstingi (essential hypertension), langvinnri hjartabilun og til að draga úr hættu á heilaslagi hjá fullorðnum sjúklingum með háþrýsting. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Mometason Evolan. Nefúði, dreifa. Hver úðaskammtur gefur mometasonfúróateinhýdrat, sem jafngildir 50 míkrógrömmum af mometasonfúróati. Lyfið er ætlað til notkunar hjá fullorðnum og börnum, 3 ára og eldri, til meðferðar við einkennum árstíðabundinnar eða langvarandi bólgu í nefslímhúð (rhinitis). Lyfið er selt án lyfseðils.

Nucala. Stungulyfsstofn, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 100 mg af mepolizumabi. Lyfið er ætlað sem viðbótarmeðferð við alvarlegum þrálátum rauðkyrningaastma hjá fullorðnum sjúklingum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi þess komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðingum í lungnasjúkdómum.

Opdivo. Innrennslisþykkni, lausn. Hver ml af þykkni inniheldur 10 mg nivolumab. Lyfið er ætlað sem einlyfjameðferð við langt gengnu (óskurðtæku eða með meinvörpum) sortuæxli hjá fullorðnum, lungnakrabbameini sem ekki er af smáfrumugerð og nýrnafrumukrabbameini. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi þess komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt.

Pemetrexed W&H. Stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 500 mg af pemetrexedi. Lyfið er ætlað við illkynja miðþekjuæxli (mesothelioma) í brjósthimnu og lungnakrabbamein sem er ekki af smáfrumugerð. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Seresto vet. Hálsband fyrir ketti og hunda. Hvert 38 cm hálsband (12,5 g) inniheldur 1,25 g imidacloprid og 0,56 g flumetrini og hvert 70 cm hálsband (45 g) inniheldur 4,5 g imidacloprid og 2,03 g flumetrin. Lyfið er ætlað til að meðhöndla og til að fyrirbyggja flóarsmit. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Til baka Senda grein