Fréttir

Matvælastofnun varar við ólöglegum og hættulegum fæðubótarefnum

4.7.2016

Matvælastofnun varar við neyslu fæðubótarefnanna "La'Trim Plus", "Oasis" og "Jenesis"

sem reynst hafa innihaldið efnin sibutramine og phenolphthalein en hvorugra efnanna er getið í innihaldslýsingum varanna. 

Sibutramine er lyf sem var afturkallað af markaði í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar árið 2010 vegna alvarlegra aukaverkana, einkum tengdum hjarta- og æðakerfi. Phenolphthalein er lyf sem áður var notað sem hægðalosandi en ávísun þess hefur verið hætt vegna vísbendinga um að það valdi krabbameini. 

Samkvæmt reglugerð um fæðubótarefni er innlendum framleiðanda/innflytjanda skylt að tilkynna innflutning/markaðssetningu nýrra fæðubótarefna til Matvælastofnunar. Ofangreindar vörur hafa ekki verið tilkynntar og því hefur Matvælastofnun ekki upplýsingar um að vörurnar séu í almennri sölu hér á landi. Hins vegar er ekki hægt að útiloka að vörurnar hafi komið til landsins með einkasendingum í gegnum vefverslanir.

Til baka Senda grein