Fréttir

Ný lyf á markað 1. júlí 2016

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. júlí 2016.

7.7.2016

Entyvio. Stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 300 mg af vedólízúmabi. Lyfið er ætlað til meðferðar á fullorðnum sjúklingum með miðlungs virka til mjög virka sáraristilbólgu eða Chrons-sjúkdóm. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í meltingarsjúkdómum.

Genvoya. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 150 mg af elvitegravíri, 150 mg af kóbísistati, 200 mg af emtrícítabíni og tenófóvír alafenamíð fúmarat, sem jafngildir 10 mg af tenófóvír alafenamíði. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum og unglingum sem eru smitaðir af alnæmisveiru af gerð 1 (HIV-1). Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum.

Lynparza. Hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 50 mg af olaparibi. Lyfið er ætlað til einlyfjaviðhaldsmeðferðar hjá fullorðnum sjúklingum eftir bakslag platínunæms þekjufrumukrabbameins með stökkbreytt BRCA með miklum vefjabreytingum í eggjastokkum, eggjaleiðara eða lífhimnu (frumkrabbamein). Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og kvensjúkdómum.

Meropenem Mylan. Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn. Hvert hettuglas inniheldur meropenemþríhýdrat sem jafngildir 500 mg eða 1 g af vatnsfríu meropenemi. Lyfið er ætlað til meðferðar við sýkingum hjá fullorðnum og börnum eldri en 3 mánaða. Lyfið er sjúkrahúslyf.

Mometasone Actavis. Nefúði, dreifa. Hver gefinn skammtur inniheldur 51,73 míkrógrömm af mómetasónfúróateinhýdrati sem jafngilda 50 míkrógrömmum af vatnsfríu mómetasónfúróati. Hjálparefni með þekkta verkun er benzalkónklóríð. Lyfið er ætlað fullorðnum og börnum 3 ára og eldri til meðferðar við einkennum árstíðabundinnar ofnæmisbólgu eða stöðugrar bólgu í nefslímhúð. Það er einnig ætlað til meðferðar við sepum í nefi hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nicorette Cooldrops. Munnsogstöflur. Hver munnsogstafla inniheldur 2 mg eða 4 mg af nikótíni (sem nikótínresinat). Lyfið er notað til meðferðar við tóbaksfíkn, með því að draga úr fráhvarfseinkennum vegna nikótíns og reykingaþörf hjá reykingafólki sem er 18 ára og eldra. Lyfið er selt án lyfseðils. 

Ofev. Mjúk hylki. Hvert hylki inniheldur 100 mg eða 150 mg nintedanib (sem esílat). Hjálparefni með þekkta verkun er sojalesitín. Lyfið er ætlað fullorðnum til meðferðar við lungnatrefjun af óþekktri orsök (Idiopathic Pulmonary Fibrosis, IPF). Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í lungnalækningum.

Omeprazol Medical Valley. Magasýruþolin hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 20 mg eða 40 mg af ómeprazóli. Hjálparefni með þekkta verkun er súkrósi. Lyfið er m.a. ætlað til meðferðar og fyrirbyggjandi við skeifugarnarsárum, magasárum og bólgu í vélinda vegna bakflæðis. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Soolantra. Krem. 1 g af kremi inniheldur 10 mg af ivermectíni. Hjálparefni með þekkta verkun eru cetýlalkóhól, sterýlalkóhól, metýlparahýdroxýbenzóat, própýlparahýdroxýbenzóat og própýlenglýkól. Lyfið er ætlað til staðbundinnar meðferðar við bólguskellum sem fylgja rósroða (rósroða með nöbbum og bólum) hjá fullorðnum sjúklingum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Synthadon. Stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. 1 ml inniheldur 10 mg af metadónhýdróklóríði sem jafngilda 8,9 mg af metadóni. Hjálparefni með þekkta verkun eru, metýlparahýdroxýbenzóat og própýlparahýdroxýbenzóat. Lyfið er ætlað til verkjastillingar og sem lyfjaforgjöf fyrir almenna svæfingu eða sefunardeyfingu hjá hundum og köttum í samsettri meðferð með sefandi lyfi. Lyfið má eingöngu nota þegar dýralæknir gefur það sjálfur. Lyfið er lyfseðilsskylt og eftirritunarskylt.

Zoledronic Acid Accord. Innrennslisþykkni, lausn. 1ml af innrennslisþykkni inniheldur 0,8 mg af zoledronsýru (sem einhýdrat). Lyfið er ætlað til varnar sjúkdómseinkennum hjá fullorðnum sjúklingum með langt gengna illkynja sjúkdóma er finnast í beinum. Einnig til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum við blóðkalsíumhækkun vegna æxla. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum, blóðsjúkdómum og innkirtla- og efnaskiptalækningum.

Zydelic. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 100 mg eða 150 mg af idelalisibi. Hjálparefni með þekkta verkun er sunset yellow FCF. Lyfið er ætlað til samtímis notkunar með rituximabi við meðferð fullorðinna sjúklinga með langvinnt eitilfrumuhvítblæði. Það er einnig ætlað sem einlyfjameðferð fullorðinna sjúklinga með risaeitlingasarkmein. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum og krabbameinslækningum.
Til baka Senda grein