Fréttir

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi hefur ekki áhrif á starfsemi Lyfjastofnunar Evrópu

7.7.2016

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi 23. júní sl. er varðaði útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Meirihluti Breta kaus útgöngu úr ESB og það er nú í höndum ríkisstjórnar Bretlands að ákveða hvernig bregðast eigi við niðurstöðunni.


EMA leggur áherslu á að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur engin áhrif á verkferla eða starfsemi stofnunarinnar og stofnunin mun starfa áfram óbreytt.

EMA fagnar yfirlýstum áhuga nokkurra aðildarríkja ESB um að hýsa stofnunina í framtíðinni. Hins vegar er það ekki í höndum EMA að taka ákvörðun um hvaða land kemur til með að hýsa stofnunina í framtíðinni. Enn sem komið er liggur ekkert fyrir um flutning stofnunarinnar en um leið og upplýsingar liggja fyrir mun EMA deila þeim með hagsmunaaðilum. Þangað til mun staðsetning og starfsemi EMA haldast óbreytt og starfsmenn EMA auk þeirra evrópsku sérfræðinga sem koma að vinnu EMA halda áfram vinnu sinni sem miðar að því að vernda heilbrigði manna og dýra og tryggja aðgang að öruggum lyfjum sem uppfylla gæðakröfur.

Til baka Senda grein