Fréttir

Lyfjaskil á Íslandi og Hollandi - er munur á þjóðunum?

10.3.2017

Í tengslum við átakið Lyfjaskil – taktu til! hélt doktor Helga Garðarsdóttir lyfjafræðingur, sem er dósent lyfjalöggjafarvísindum (drug regulatory sciences) við Háskólann í Utrecht í Hollandi, fyrirlestur hjá Lyfjastofnun.

Í fyrirlestrinum kom fram að 52,5% þátttakenda í könnun, sem er hluti af mastersverkefni sem unnið var við skólann, skila útrunnum lyfjum og lyfjum sem ekki er lengur not fyrir í apótek til eyðingar.

Niðurstöður skoðanakönnunar sem framkvæmd var fyrir Lyfjastofnun í nóvember 2016 sýna að 57,5% svarenda skila útrunnum og lyfjum sem ekki er lengur not fyrir til apóteka til eyðingar.

Í báðum könnunum voru þátttakendur spurðir hvernig þeir losuðu sig oftast við lyf sem væru útrunnin eða ekki not fyrir lengur. Sjá niðurstöður í töflu 1.

Tafla 1 – Niðurstöður úr íslenskri og hollenskri könnun um lyfjaskil, % svarenda.

Svar Ísland Holland
Skila þeim í apótek 57,5 52,5
Hendi þeim í rusl, vask eða klósett 30,9 14,3
Ég losa mig ekki við lyf 13,6 26,7
Gef öðrum þau* 0,4  
Með öðrum hætti 2,0 7,6

*Þessi spurning var ekki í hollensku könnuninni

% svara fer yfir 100% þar sem hægt var að merkja við fleiri en einn möguleika

Eins og sést í framangreindri töflu standa Íslendingar sig betur en Hollendingar í að skila lyfjunum til eyðingar í apótek. Aftur á móti eru Íslendingar eftirbátar Hollendinga þegar horft er á hve stór hluti svarenda segist henda lyfjunum í rusl, vask eða klósett. 

Hér má lesa um hvernig lyf sem hent er í rusl, vask eða klósett geta skaðað umhverfið.

Til baka Senda grein