Fréttir

Leiðbeiningar um útfyllingu umsókna um leyfi til að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings tímabundið

10.4.2017

Lyfjastofnun hefur heimild til þess að veita lyfjafræðinema sem hefur lokið fjórða árs námi í lyfjafræði og tveggja mánaða verknámi í lyfjabúð leyfi til að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings tímabundið á ábyrgð lyfjafræðings viðkomandi lyfjabúðar.  Umsóknir þess efnis skal senda til Lyfjastofnunar.

Útfyllanlegt eyðublað til þess að sækja um leyfi til að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings tímabundið má nálgast með því að smella á linkinn. Lyfjafræðingur sem hyggst bera ábyrgð á störfum umsækjanda skal senda útfyllta umsókn sem fylgiskjal á tölvupóstfangið umsokn.nema@lyfjastofnun.is. Rafrænt útfylltar umsóknir eru fullnægjandi.

Algengar spurningar

Hvað telst tveggja mánaða verknám?

Svar: Það verknám sem Háskóli Íslands skipuleggur og ef það nær ekki tveimur mánuðum þá skal neminn hafa starfað í lyfjabúð til að fylla upp í tveggja mánaða tímabil. Miðað er við 40 stunda vinnuviku.

Ef ég ætla að starfa á fleiri en einum stað er þá nóg að senda inn eina umsókn?

Svar: Nei, senda skal inn umsókn fyrir hverja lyfjabúð fyrir sig. 

Ef ég veit ekki nákvæmlega á hvaða tímabili ég mun starfa í lyfjabúðinni get ég þá sótt um rúmt tímabil?

Svar: Já, það er heimilt að sækja um rúmt tímabil ef lyfjafræðingurinn sem ber ábyrgð er samþykkur því.

Ef ég hyggst starfa í mörgum lyfjabúðum er þá í lagi að tímabilin skarist?

Svar: Já, það er í lagi.

Er hægt að sækja um tímabundna heimild til að starfa hjá lyfjaskömmtunarfyrirtæki?

Svar: Nei, heimild til að starfa tímabundið sem aðstoðarlyfjafræðingur nær aðeins til starfa í lyfjabúð sbr. 47. gr. reglugerðar nr. 426/1997 um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir.

Til baka Senda grein