Fréttir

Klínískar lyfjarannsóknir sem Lyfjastofnun hefur samþykkt á árinu

22.2.2008

Þann 11. janúar 2008 samþykkti Lyfjastofnun rannsókn sem mun bera saman lyfið pioglitazón við lyfið sitagliptín og samsetta lyfið sitagliptín/metformín í sjúklingum með sykursýki af tegund 2. Um er að ræða fjölþjóðlega fasa III rannsókn. Alls verða 466 þátttakendur í rannsókninni, þar af u.þ.b. 10-20 á Íslandi. Aðalrannsakandi er: Rafn Benediktsson, sérfræðingur í lyflækningum.

Lyfjastofnun samþykkti þann 12. febrúar 2008 rannsókn sem ber titilinn „Slembiröðuð, tvíblind, fasa I, samhliða samanburðarrannsókn við lyfleysu til að meta öryggi og þol týmóls (1% og 4%) eftir eina og síðan endurteknar meðferðir á ytra eyra hjá fullorðnum heilbrigðum einstaklingum“. Þátttakendur verða 30 talsins og mun rannsóknin eingöngu fara fram á Íslandi. Aðalrannsakandi er: Hannes Petersen, sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum.Til baka Senda grein