Fréttir

Þekkingartorg á heilbrigðissviði formlega opnað

7.3.2008

Í gær opnaði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra formlega aðgangsstýrt vefsvæði sem ber heitið Þekkingartorg á heilbrigðissviði.

Markmiðið með vefsvæðinu er að:

  • Tengja sérfræðinga saman í gegnum vefstýrða verkefnamiðlun. Með þeim hætti geta t.d. stofnanir miðlað verkefnum og kallað eftir þekkingu til að leysa þau og háskóladeildir geta aflað verkefna fyrir nema og/eða starfsmenn sína.
  • Miðla upplýsingum um heilbrigðistengd gögn sem til eru á Íslandi og greiða þannig fyrir nýtingu þeirra.
  • Gefa rannsakendum tækifæri til þess að koma rannsóknum sínum á framfæri.
  • Skapa vettvang fyrir umræður um íslensk heilbrigðismál.

Að þekkingartoginu standa Fjármálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Tryggingastofnun, Háskóli Íslands, Landspítali, Landlæknisembættið, Heilsugæslan, Lýðheilsustöð og Lyfjastofnun. Stefnt er að því að fleiri stofnanir og fyrirtæki fái aðild að torginu.Til baka Senda grein