Fréttir

Fundur um lyfjafalsanir

27.3.2008

Frumtök, samtök framleiðenda frumlyfja og Lyfjafræðingafélag Íslands stóðu fyrir morgunfundi um lyfjafalsanir í dag, 27.3.2008. Lyfjafalsanir hafa mikið verið til umræðu að undanförnu enda vaxandi vandamál um allan heim. Mest hefur fundist af fölsuðum lyfjum í netverslunum sem stunda lyfjasölu. Netverslun og póstverslun er bönnuð hér á landi en frumvarp um að heimila póstverslun hefur verið lagt fram á Alþingi.

Frummælendur á fundinum voru Dr. Ingunn Björnsdóttir, Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir og Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri Lyfjastofnunar.

(Skyggnur Rannveigar Gunnarsdóttur)Til baka Senda grein