Fréttir

Afgreiðslutilhögun Botox

1.4.2008

Með ákvörðun Lyfjastofnunar 1. febrúar 2008 var S-merking Botox felld niður og upplýsingar þar að lútandi birtar í lyfjaskrám. Þá var heimild til ávísunar lyfsins útvíkkuð þannig að lýtalæknar mega einnig ávísa lyfinu. Greint var frá því að breytingarnar myndu taka gildi 1. febrúar 2008.

Lyfjastofnun hefur að athuguðu máli ákveðið að fresta gildistöku afnáms S-merkingar Botox um ótilgreindan tíma. Tekið skal fram að afnám S-merkingar lyfsins 1. febrúar sl. hefur ekki komið til framkvæmda. Lyfið verður S-merkt í lyfjaskrám í samræmi við framangreint.

Heimild lýtalækna til að ávísa Botox, sbr. fyrrgreinda ákvörðun Lyfjastofnunar þar um, stendur óbreytt.

Þá skal þess getið að lyfið Vistabel er ranglega S-merkt í Lyfjaverðskrá og verður þetta leiðrétt við næstu útgáfu skrárinnar.Til baka Senda grein