Fréttir

Grunur um að HIV-lyfið abacavir geti valdið blóðtappa í hjarta

4.4.2008

Lyfjastofnun Evrópu (EMEA) hefur farið yfir gögn sem benda til aukinnar áhættu á blóðtappa í hjarta (myocardieinfarkt) við notkun lyfja sem innihalda abacavir. Ekki þykir tímabært að breyta samantekt um eiginleika lyfsins (SPC) eða fylgiseðli að svo stöddu en beðið er eftir ítarlegri niðurstöðum úr rannsóknum.

Abacavir er virka efnið í Kivexa, Ziagen og Trizivir sem notað er í samsettri HIV-meðferð. Lyf með þessu innihaldsefni hafa verið með markaðsleyfi hér síðan 1999.Til baka Senda grein