Fréttir

Ný lyf á markað 1. 4. 2008

4.4.2008

Amitriptilyne töflur 10 mg og 25 mg. Virka efnið er amitriptilín sem er þríhringlaga þunglyndislyf. Ábendingar eru þunglyndi og næturvæta (nocturnal enuresis) hjá börnum.

Avamys nefúði inniheldur flútíkasónfúróat sem er barksteri og er notaður við einkennum ofnæmiskvefs, hjá fullorðnum og börnum, 6 ára og eldri. Avamys verkar með því að draga úr bólgum af völdum ofnæmis (nefslímubólgu).

Bimectin Horse Oral Paste inniheldur virka efnið ivermectín 18,7 mg/g. Það er í formi pasta til inntöku. Lyfið er ætlað til meðferðar á sjúkdómum í hrossum af völdum ýmissa sníkjudýra.

Celsentri er andretróveirulyf, notað til meðferðar við alnæmisveirusýkingu (Human Immunodeficiency Virus) af gerð 1 (HIV-1). Virka efni lyfsins, maraviroc, tilheyrir flokki lyfja sem kallast CCR5 hemlar. Celsentri varnar inngöngu HIV-1 inn í frumurnar sem HIV herjar á (nefndar CD4 eða T-frumur). Celsentri verkar með því að hindra viðtaka er nefnist CCR5 sem HIV notar til að komast inn í frumurnar. Lyfið er í töfluformi 150 mg og 300 mg.

Risolid inniheldur virka efnið klórdíazepoxíð sem er í flokki bensódíazepína.Það er róandi og kvíðastillandi. Lyfið er í töfluformi 10 mg og 25 mg.

Spiriva Respimat innöndunarlausn 2,5 míkróg/skammt. Virka efnið er tíótrópínbrómíð. Tíótrópínbrómíð er andkólínvirkt, berkjuvíkkandi og ætlað til notkunar við langvinna lungnateppu (COPD).Til baka Senda grein