Fréttir

Óhreinindi finnast í áfylltum Klexan sprautum

23.4.2008

Fundist hafa óhreinindi í áfylltum sprautum af Klexan segavarnarlyfi sem selt hefur verið á Norðurlöndum þar á meðal Íslandi. Óhreinindin sem fundist hafa eru samskonar og óhreinindin sem fundust í heparíni í Bandaríkjunum fyrr í vetur.

Rannsókn hefur leitt í ljós að óhreinindin eru í svo litlu magni að ekki stafar hætta af svo framarlega sem lyfið sé gefið undir húð en ekki í æð en innköllun á umræddum lotum gæti leitt til skorts á lyfinu.

Mikilvægt er að sjúklingar sem fá Klexan hætti ekki meðferð án samráðs við lækni og gæti þess að sprauta lyfinu ekki í æð.

Komi eitthvað óvenjulegt upp við notkun Klexans er heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar hvatt til að tilkynna það til Lyfjastofnunar.Til baka Senda grein