Fréttir

Ný lyf á markað 1. 5. 2008

2.5.2008

Rhesonativ stungulyf inniheldur and-D-immúnóglóbúlín sem er mótefni gegn Rhesus þætti. Þegar Rhesus neikvæð kona er þunguð og fóstur er Rhesus jákvætt getur ónæmiskerfi konunnar örvast og myndað mótefni gegn Rhesus þættinum. Einnig má gefa Rhesonativ Rhesus neikvæðum einstaklingum sem hafa fengið Rhesus jákvætt blóð. Það er eingöngu ætlað til notkunar á eða í tengslum við sjúkrastofnun.

Torisel innrennslisþykkni inniheldur virka efnið temsirolimus. Það er ætlað til notkunar sem fyrsta meðferð við dreifðu nýrnafrumukrabbameini. Temsirolimus er sértækur hemill mTOR prótíns (prótín sem hamlar endurvinnslu frumna í spendýrum). Hömlun starfsemi mTOR veldur vaxtarstöðvun í æxlisfrumum. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og eingöngu má nota það á eða í tengslum við sjúkrastofnun.

Sextán samhliða innflutt lyf komu á markað 1. maí, sjá nánar hér.Til baka Senda grein