Fréttir

Ný lyf á markað 1. 6. 2008 og breyting á afgreiðslutilhögun Lóritín

2.6.2008

Niontix lyfjagas inniheldur glaðloft (tvínituroxíð). Það er notað með öðrum lyfjum til svæfingar fyrir skurðaðgerð eða sem verkjastillandi/róandi þegar þörf er á fljótvirkum og skammvinnum áhrifum. Niontix er eingöngu ætlað til notkunar á sjúkrastofnun.

Tasigna hylki inniheldur virka efnið nilotinib. Það er notað til meðferðar á hvítblæði sem nefnist Fíladelfíulitnings jákvætt langvarandi kyrningahvítblæði (Ph-jákvætt CML). Tasigna er notað handa sjúklingum með CML sem hafa ekki lengur ávinning af fyrri meðferð eða hafa fengið alvarlegar aukaverkanir af henni. Hjá sjúklingum með CML gefur breyting á DNA (erfðaefni) líkamanum merki um að framleiða óeðlilegar hvítar blóðfrumur. Nilotinib kemur í veg fyrir þessi merki og stöðvar þannig framleiðslu þessara frumna. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og eingöngu má nota það á eða í tengslum við sjúkrastofnun.

Vectibix innrennslisþykkni inniheldur einstofna mótefnið panitumumab. Það er notað sem einlyfjameðferð við krabbameini í ristli eða endaþarmi með meinvörpum. Panitumumab binst próteini sem kallast vaxtarþáttarviðtaki húðþekju (epidermal growth factor receptor (EGFR)) sem finnst á yfirborði sumra krabbameinsfrumna. Þegar vaxtarþættir (önnur prótein í líkamanum) tengjast við EGFR, er krabbameinsfruman örvuð til að vaxa og skipta sér. Panitumumab binst við EGFR og hindrar þannig vöxt og skiptingu krabbameinsfrumunnar. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og eingöngu má nota það á sjúkrastofnun.

Listi yfir lyf markaðsett 2008 er hér.

--

Frá 1. júní 2008 er heimilt að selja án lyfseðils 30 töflur Lóritín í stað 10 taflna áður.Til baka Senda grein