Fréttir

Norsk samanburðarrannsókn á lyfjaverði

3.6.2008

Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa látið gera samanburðarrannsókn á lyfjaverði í Noregi og nokkrum löndum í Evrópu.

Í rannsókninni er gerður samanburður á lyfjaverði í Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Írlandi, Hollandi, Bretlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Austurríki.

Rannsóknin náði til 300 kostnaðarsömustu lyfseðilsskyldra lyfja (virkra efna) í Noregi á fyrri hluta árs 2007.

Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi að lyfjaverð í Noregi er með því lægsta í þessum viðmiðunarhópi. Góð útkoma Noregs í rannsókninni er þökkuð ströngum álagningarreglum og skilvirkri samkeppni samheitalyfja.

Sjá skýrsluTil baka Senda grein