Fréttir

Íslendingar og Svíar auka samstarf sitt á lyfjasviði

3.6.2008

Heilbrigðisráðherrar Íslands og Svíþjóðar undirrituðu viljayfirlýsingu um aukið samstarf í lyfjamálum á fundi heilbrigðisráðherra Norðurlandanna sem haldinn var á Gotlandi í dag.

Á fundinum lagði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sérstaka áherslu á að efla norrænt samstarf á sviði lyfjamála og gerði grein fyrir samstarfsverkefni Íslendinga og Svía á þessu sviði.

Í viljayfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram að vilji sé fyrir því að auka samstarf á sviði verðmyndunar lyfja og greiðsluþátttökuTil baka Senda grein