Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu mælir með að fylgst sé grannt með óhreinindum í heparín lyfjum.

13.6.2008

Lyfjastofnun Evrópu hefur kannað áhættu á notkun heparín lyfja menguðum með OSCS (oversulphated chondroitin sulphate). Vísindanefnd stofnunarinnar um lyf fyrir menn (CHMP) hefur komist að þeirri niðurstöðu að:

  • OSCS hafi fundist í venjulegum (standard) heparín lyfjum og létt (low-molecular-weight) heparín lyfjum
  • tengsl séu milli magns af OSCS og alvarlegra aukaverkana hjá fólki sem fengið hefur OSCS mengað venjulegt heparín. Framleiðslulotur þessara lyfja hafa verið teknar af markaði
  • minna magn af OSCS hafi fundist í létt heparíni en venjulegu heparíni og engar sambærilegar aukaverkanir hafi verið tilkynntar eftir notkun þess. Ef mengað létt heparín yrði tekið af markaði myndi það leiða til skorts og stöðvunar á meðferð sjúklinga

Ennfremur ályktaði nefndin að læknar ættu að halda áfram að nota létt heparín með lítilli mengun þar til lausn væri fundin á vandanum og:

  • forðast lyfjagjöf með þessum lyfjum í æð
  • fylgjast vel með ofnæmis viðbrögðum sjúklinga
  • forðast notkun hjá þunguðum konum þegar kostur er á öðrum úrræðum.

Mengun fannst í þremur lotum af Klexan á Íslandi og var send út viðvörum um það. (Sjá frétt frá 23.apríl 2008)

Sjá fréttatilkynningu EMEA.Til baka Senda grein