Fréttir

Veldur insúlín til innöndunar lungnakrabbameini?

18.6.2008

Lyfjastofnun Evrópu (EMEA) mælir með að samantekt um eiginleika lyfsins (SPC) Exubera verði breytt með tilliti til nýrra upplýsinga um tilfelli lungnakrabbameins hjá sjúklingum sem fengið hafa lyfið.

Exubera er fljótvirkt insúlín til innöndunar og ætlað sjúklingum með sykursýki af gerð I og II. Markaðsleyfishafi lyfsins stöðvaði dreifingu þess í janúar á þessu ári og er búist við að lyfið verði ekki fáanlegt í Evrópusambandinu frá september á þessu ári að telja.

Exubera fékk markaðsleyfi á Íslandi 2006 en hefur aldrei verið markaðsett né ávísað hér á landi.

Sjá fréttatilkynningu EMEATil baka Senda grein