Fréttir

Ný lyf á markað 1. júlí 2008 og breyting á nafni, Levonova verður Mirena

1.7.2008

Atripla filmuhúðaðar töflurinnihalda þrjú virk efni sem notuð eru til meðferðar við alnæmisveiru (HIV) sýkingu:

-        Efavírenz er bakritahemill sem er ekki núkleósíð (NNRTI)

-        Emtrícítabín er núkleósíð bakritahemill (NRTI)

-        Tenófóvír er núkleótíð bakritahemill (NtRTI)

Hvert þessara virku efna sem kallast jafnframt andretróveirulyf verkar þannig að það truflar ensím (bakritahemil) sem veiran þarf til að geta fjölgað sér.

Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum og eingöngu má nota það á eða í tengslum við sjúkrastofnun.

Nefoxef filmuhúðaðar töflur 120 mg og 180 mg innihalda fexófenadín hýdróklóríð, það tilheyrir hópi lyfja sem kölluð eru andhistamín.

120 mg töflurnar eru samþykktar til notkunar gegn einkennum svo sem hnerrum, nefrennsli og kláða í nefi, kláða í augum, táramyndun og roða í húð, sem yfirleitt koma fram í tengslum við gróðurofnæmi (ofnæmiskvef).

180 mg töflurnar eru samþykktar til notkunar gegn einkennum svo sem roða í húð, bjúg og kláða sem koma fram í tengslum við ofnæmisviðbrögð í húð sem kallast langvinnur ofsakláði. Lyfið er lyfseðilsskylt. 

Pinex, Pinex Junior endaþarmsstílar innihalda parasetamól sem er verkjastillandi og hitalækkandi. Hægt er að kaupa takmarkað magn af lyfinu í lausasölu.

Sebivo filmuhúðaðar töflur innihalda telbivudin 600 mg. Það er ætlað til meðferðar við langvinnri lifrarbólgu B hjá fullorðnum sjúklingum. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í meltingar- eða smitsjúkdómum og eingöngu má nota það á eða í tengslum við sjúkrastofnun.

 Listi yfir lyf markaðsett 2008 er hér.

--

Nafnbreyting: Levonova leginnlegg breytir um nafn og verður Mirena leginnlegg.

Til baka Senda grein