Fréttir

Birtar hafa verið nýjar þýðingar staðaltexta

24.7.2008

Lyfjastofnun Evrópu hefur birt lagfærðar þýðingar á staðalformum lyfjatexta (samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðlar) á heimasíðu sinni. Um er að ræða leiðréttingar og samræmingu texta. Engar breytingar hafa verið gerðar á enska grunntextanum. Einnig voru gerðar lagfæringar á nokkrum undirskjölum sem innihalda þýðingar á stöðluðum textum sem nota á í lyfjatextum.

Staðalform fyrir lyfjatexta vegna málskota mannalyfja verður einnig uppfært innan skamms en staðalform fyrir dýralyf síðar.

Síða Lyfjastofnunar Evrópu með staðalformum lyfjatexta ásamt upplýsingum og tengdum skjölum.Til baka Senda grein