Fréttir

Ný lyf á markað 1. september 2008

1.9.2008

Galvus töflur innihalda vildagliptín 50 mg. Það er notað við sykursýki af tegund 2, þegar ekki næst stjórn á henni með mataræði og hreyfingu eingöngu. Galvus verkar á brisið til lækkunar blóðsykurs. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Lansoprazol Ranbaxy sýruþolin hylki, 15 mg og 30 mg. Lansóprazól, er s.k. prótónpumpuhemill sem dregur úr sýruframleiðslu í maganum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Laxoberal dropar innihalda natríum píkósúlfat, 7,5 mg/ml. Það hefur um alllangt skeið verið afgreitt skv. undanþágulyfseðli. Lyfið eykur hreyfingar þarma og er notað við hægðatregðu. Það er nú fáanlegt án lyfseðils.

Requip Depot forðatöflur innihalda rópíníról, 2 mg, 4 mg eða 8 mg. Rópíníról, tilheyrir flokki lyfja sem kallast dópamínvirk lyf. Það verkar á sambærilegan hátt og dópamín og dregur þannig úr einkennum Parkinsonsjúkdóms. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Stellamune One stungulyf inniheldur óvirkan stofn af bakteríunni Mycoplasma hyopneumoniae. Það er ætlað til virkrar mótefnamyndunar hjá vikugömlum grísum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Listi yfir lyf markaðsett 2008 er hér.Til baka Senda grein