Fréttir

Sérlyfjaskrá komin í lag

25.9.2008

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem notar upplýsingasíðu Lyfjastofnunar um lyf á Íslandi, Lyfjaupplýsingar/Sérlyfjaskrá, að síðan hefur verið í mesta ólagi undanfarinn mánuð. Svo virðist sem síðan sé nú loksins komin lag.

Ráðstafanir verða gerðar til þess að svona komi ekki fyrir aftur. Þær eru fólgnar í því að afrit skrárinnar verður tiltækilegt á öðrum vefþjóni og tengt vefnum ef bilun kemur upp.

Lyfjastofnun biður notendur Lyfjaupplýsinga/Sérlyfjaskrár velvirðingar á óþægindum sem þeir hafa orðið fyrir vegna bilunarinnar.Til baka Senda grein