Fréttir

Breytingar á lyfjalögum

2.10.2008

Helstu nýmælin í breytingunum eru að ýmsar leyfisveitingar flytjast frá ráðherra til Lyfjastofnunar. Heimilt verður að selja nikótín- og flúorlyf utan lyfjabúða. Póstverslun með lyf er heimiluð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um skilyrði og framkvæmd póstverslunar með lyf og póstsendingar lyfja í reglugerð. Þá verður heimilt að geyma persónuauðkennd gögn í lyfjagagnagrunni landlæknis í þrjátíu ár í stað þriggja áður.

Að lokum skal bent á að verð lyfseðilsskyldra lyfja sama söluaðila skal vera það sama um allt land.

Breytingar þessar hafa ekki ennþá verið tengdar lyfjalögum á vef Lyfjastofnunar en þær eru birtar í þingskjali 1298, 135 löggjafarþing 464. mál.Til baka Senda grein