Fréttir

Dreifibréf Lyfjastofnunar

8.10.2008

Lyfjastofnun hefur sent frá sér dreifibréf um breytt fyrirkomulag afgreiðslu lyfja með markaðsleyfi sem ekki hafa verið markaðssett.

Samkvæmt nýju fyrirkomulagi mun Lyfjastofnun, frá nóvember 2008 að telja, birta á heimasíðu sinni lista yfir lyf ætluð mönnum eða dýrum, sem veitt hefur verið íslenskt markaðsleyfi en hafa ekki verið markaðssett, og eru í notkun. Ef markaðsleyfishafi fyrirhugar að markaðssetja slíkt lyf á næstu 6 mánuðum og tilkynnir Lyfjastofnun um það fyrir 1. nóvember 2008, verða upplýsingar um lyfið ekki birtar á fyrrnefndum lista að svo komnu máli.

Sjá dreifibréfTil baka Senda grein