Fréttir

Innköllun á Acomplia

27.10.2008

Umboðsmaður Sanofi-aventis á Íslandi, markaðsleyfishafa Acomplia, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem m.a. kemur fram að í samræmi við skuldbindingar sínar við Lyfjastofnun Evrópu, EMEA, muni hann upplýsa heilbrigðisstarfsmenn um ástæðu tímabundinnar afturköllunar á markaðsleyfi lyfsins.

Sjúklingum, sem eru á meðferð með Acomplia®, er ráðlagt að hafa samband við lækninn, sem ávísaði lyfinu til þess að ræða önnur meðferðarúrræði. Þá hafa allar óseldar pakkningar lyfsins verið innkallaðar úr lyfjabúðum.Til baka Senda grein