Fréttir

Geislavirk lyf, breyting á fyrirkomulagi á innflutningi, sölu og afhendingu

10.11.2008

Mjög fá íslensk markaðsleyfi hafa verið gefin út fyrir geislavirk lyf og ekkert slíkt lyf hefur verið markaðssett hér á landi. Fyrir liggur að hingað til hefur ekki verið sótt um tilskilda undanþáguheimild vegna þeirra geislavirku lyfja sem eru í notkun hérlendis.

Nauðsynlegt er að framleiðsla og markaðssetning/dreifing geislavirkra lyfja fari að gildandi löggjöf þar um og ákvæði lyfjalaga um markaðssetningu lyfja, til þess að öryggi sjúklinga sé tryggt.

Sjá dreifibréfTil baka Senda grein