Fréttir

Uppfærðar upplýsingar fyrir umsókn klínískra rannsókna

14.11.2008

Á vef Lyfjastofnunar, klínískar lyfjarannsóknir eru nú uppfærðar upplýsingar fyrir umsókn um klíníska lyfjarannsókn.

Bætt hefur verið við upplýsingum um að skila skuli umsókn í 3 eintökum (1 frumrit og 2 afrit). Umsækjendur eru beðnir um að skila gátlistanum og merkja við hvað fylgir umsókninni og skrá athugasemdir ef við á. Athygli er vakin á að rannsókn er ekki talin móttekin af Lyfjastofnun fyrr en gögn samkvæmt gátlistanum hafa borist ásamt greiðslu fyrir umsóknina.

Sömu upplýsingar má finna á enska hluta heimasíðunnar ásamt þýðingum á gátlistunum.

Til baka Senda grein