Fréttir

Vefur fyrir flokkunarkerfi sjúkdóma á vegum Landlæknisembættisins

28.11.2008

Opnaður hefur verið flokkunarvefur fyrir sjúkdóma www.skafl.is á vegum Landlæknisembættisins. Vefurinn ber heitið Skafl sem stendur fyrir stöðluð kóðun í alþjóðlegum flokkunarkerfum Landlæknisembættisins. Þar eru birt öll flokkunarkerfi sem landlæknir hefur mælt fyrir um að nota skuli í íslenskri heilbrigðisþjónustu.

Flokkunarkerfi eru notuð t.d. til að auðkenna sjúkdómsgreiningar, ýmis inngrip og til skráningar á hjúkrunargreiningum og úrlausnum.Til baka Senda grein