Fréttir

Hugsanleg dauðsföll hjá öldruðum sjúklingum með elliglöp sem fengið hafa svokölluð hefðbundin geðrofslyf.

1.12.2008

Í skýrslu Lyfjastofnunar Evrópu (EMEA) sem birtist 27. nóvember 2008 er sagt frá að stofnunin hafi yfirfarið gögn um svokölluð hefðbundin geðrofslyf m.t.t. öryggis við notkun þeirra hjá öldruðum sjúklingur með elliglöp.

Vísindanefnd stofnunarinnar um lyf fyrir menn (CHMP) hefur ályktað að tengsl kunni að vera milli notkunar þessara lyfja og aukinnar hættu á dauðsföllum hjá sjúklingum í þessum hópi.

Geðrofslyfjum er gjarnan skipt í tvo meginflokka hefðbundin (typical) og óhefðbundin (atypical) lyf. Hefðbundin geðrofslyf hafa flest hver verið á markaði í meira en 50 ár. Í hópi þeirra eru klórprómasín, halóperídól, perfenasín o.fl. Óhefðbundin geðrofslyf teljast nýrri lyf s.s. arípíprasól, klósapín, risperídón, sertíndól o.fl.

Árið 2005 voru gögn um óhefðbundin geðrofslyf könnuð og leiddi sú rannsókn í ljós að 1-2% hærri tíðni dauðsfalla var hjá öldruðum sjúklingum með elliglöp sem fengu þessi lyf miðað við þá sem ekki fengu meðferð.

Ályktun CHMP   Skýrsla CHMP    Spurningar og svör



Til baka Senda grein