Fréttir

Ný lyf á markað 1. desember 2008

2.12.2008

Ný lyf

Diklofenak Mylan sýruþolnar töflur innihalda díklófenak 50 mg. Díklófenak dregur úr bólgu og verkjum og lækkar hita með því að hafa áhrif á myndun prostaglandína í líkamanum. Lyfið er lyfseðilsskylt. Það verður fyrst um sinn markaðssett í umbúðum merktum Diklofenak Merck NM.

Fentanyl Actavis forðaplástur, 25, 50, 75 eða 100 míkróg/klst. Fentanýl er í hópi sterkra verkjalyfja sem kallast ópíóíðar. Lyfið er notað við meðferð á alvarlegum, langvinnum verkjum. Lyfið er eftirritunarskylt.

Imogaze hylki, mjúk, innihalda símetikon 240 mg. Símetikon verkar með því að rjúfa loftbólur sem sitja fastar í meltingarveginum og valda uppþembu. Lyfið fæst án lyfseðils.

Lyfjasúrefni Strandmøllen lyfjagas inniheldur 100% súrefni.

Nicorette Spicemint lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín. Lyfið er ætlað sem hjálpartæki til að hætta reykingum með því að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum.

Volibris filmuhúðaðar töflur innihalda ambrisentan, 5 mg eða 10 mg. Volibris er notað til meðferðar á lungnaháþrýstingi. Lyfið víkkar út lungnaslagæðarnar og auðveldar þannig hjartanu að dæla blóði í gegnum þær. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í lungnalækningum.

-

Nýtt lyfjaform

Seroquel Prolong forðatöflur innihalda quetiapín, 50, 200, 300 eða 400 mg. Fyrir á markaði eru Seroquel filmuhúðaðar töflur. Lyfið er lyfseðilsskylt.

-

Nýr styrkleiki

Bicalutamid Actavis filmuhúðaðar töflur, 150 mg. Fyrir á markaði eru 50 mg filmuhúðaðar töflur. Lyfið er lyfseðilsskylt.

-

Nýtt samhliða innflutt lyf

Nicotinell Peppermyntesmak (D.A.C.) lyfjatyggigúmmí, 2 mg eða 4 mg.

-

Listi yfir lyf markaðssett 2008 er hér.

Til baka Senda grein