Fréttir

Lyf við uppköstum og ógleði í lyfjaflokki A04AA ekki lengur S-merkt

10.12.2008

Lyfjastofnun ákvað fyrr á þessu ári að afnema S-merkingu lyfja í ATC flokki A04AA. Vegna þess að ekki þarf að sækja um greiðsluþátttöku vegna S-merktra lyfja var markaðsleyfishöfum veittur aðlögunartími til að sækja um greiðsluþátttöku vegna lyfjanna áður en afnám S-merkingarinnar festi gildi.

Sá aðlögunartími er nú liðinn og hefur lyfjagreiðslunefnd fjallað um umsóknir sem hafa borist nefndinni. Frá og með 1. desember sl. féll S-merking þessara lyfja því niður og í flestum tilvikum fengu lyfin greiðslumerkinguna "E". Lyfin sem um ræðir eru Kytril, Navoban, Ondansetron Vian og Zofran.

Sjá nánari upplýsingar í gildandi Lyfjaverðskrá.Til baka Senda grein