Fréttir

Nýjar leiðbeiningar á heimasíðu Lyfjastofnunar - Hvernig standa skal að umsókn um lækkun árgjalds fyrir lyf.

17.12.2008

Lyfjastofnun hefur nú birt á heimasíðu sinni leiðbeiningar um hvernig standa skuli að því að sækja um lækkun árgjalda.

Skv. 11. gr. Gjaldskrár nr. 144/2008 fyrir markaðsleyfi, árgjöld og önnur gjöld fyrir lyf og skyldar vörur, sem Lyfjastofnun innheimtir, er stofnuninni heimilt að lækka árgjald lyfs, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.

Undanfarin ár hefur verið sótt um slíka lækkun vegna nokkurs fjölda lyfja, en bent hefur verið á að ekki hafa komið fram með nægilega skýrum hætti hvaða forsendur þurfi að vera uppfylltar til að Lyfjastofnun fallist á lækkun árgjalds.

ATH! Á heimasíðu Lyfjastofnunar eru eldri upplýsingar um sama mál sem falla úr gildi við birtingu þessara leiðbeininga.

Sjá LeiðbeiningarTil baka Senda grein