Fréttir

Af hverju eru markaðsleyfi lyfja felld niður (lyf afskráð) eða lyf tekin af markaði?

5.1.2009

Þegar sótt er um niðurfellingu markaðsleyfis lyfs eða brottfall þess úr lyfjaskrám leggur Lyfjastofnun mat á hvort mikilvægt er að lyfið sé á markaði og hvaða annarra úrræða völ sé á.

Í mörgum tilvikum hefur niðurfelling markaðsleyfis lyfs eða brottfall þess úr lyfjaskrám engin eða óveruleg áhrif en í öðrum tilvikum geta veruleg vandkvæði hlotist af fyrir sjúklinga og lækna.

Á vef Lyfjastofnunar hafa nú verið birtar ítarlegar skýringar á ástæðum og afleiðingum niðurfellingar markaðsleyfis lyfs.

Listi yfir afskráð lyf er einnig birtur með reglubundnum hætti á vef stofnunarinnar.Til baka Senda grein