Fréttir

Ný lyf á markað 1. janúar 2009

6.1.2009

Ný lyf

Baytril vet. stungulyf, lausn 50 mg/ml og 100 mg/ml. Virka efnið er enrófloxacín sem er sýklalyf í flokki flúórókínólóna. Baytril vet. er notað við sýkingum hjá kálfum/ungneyti, svínum, fiðurfé og fullvöxnum hundum og köttum, af völdum baktería sem eru næmar fyrir lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Enalapríl Portfarma töflur innihalda enalapríl 5 mg, 10 mg eða 20 mg. Lyfið er sk. ACE-hemill og hindrar myndun angíótensín II sem hefur æðaþrengjandi áhrif. Þannig lækkar lyfið blóðþrýsting og dregur úr álagi á hjartað. Það er notað gegn háum blóðþrýstingi og hjartabilun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Metacam handa köttum mixtúra, dreifa 0,5 mg/ml. Lyfið inniheldur meloxicam sem er bólgueyðandi og verkjastillandi (sk. NSAID). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Pradaxa hylki, hörð innihalda trombín hemilinn dabigatran etexílat, 75 mg eða 110 mg. Lyfinu er ætlað að koma í veg fyrir myndun blóðtappa í bláæðum (VTE) eftir mjaðma- og hnéliðskipti. Það er lyfseðilsskylt.

Relistor stungulyf, lausn inniheldur methýlnaltrexónbrómíð 12 mg/0,6 ml. Relistor er notað við hægðatregðu af völdum ópíóíða hjá sjúklingum með langt gengna sjúkdóma, sem fá líknandi meðferð, þegar svörun við hefðbundinni hægðalosandi meðferð hefur verið ófullnægjandi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

 

Nýtt lyfjaform

Pulmicort innúðalyf, dreifa inniheldur búdesóníð 100 eða 200 míkróg/skammt. Búdesóníð er sk. sykurhrífandi barksteri (glúkókortíkósteróíð). Það dregur úr og kemur í veg fyrir bólgu í öndunarvegi vegna astma. Lyfið er lyfseðilsskylt.

 

Nýtt samhliða innflutt lyf

Cordarone (Lyfjaver) töflur 100 mg.

 

Listi yfir lyf markaðssett 2009 er hér.Til baka Senda grein