Fréttir

Fundur með starfsfólki skráningadeilda 25. nóvember 2008

6.1.2009

Lyfjastofnun hélt fund með starfsfólki skráningadeilda lyfjafyrirtækja 25. nóvember sl. Fundurinn var ætlaður til skoðanaskipta um ýmis mál sem varða skráningar lyfja og verklag sem lýtur að þeim.

Fundir af þessu tagi voru haldnir fyrir nokkrum árum og þóttu gagnlegir. Þráðurinn hefur nú verið tekinn upp að nýju og var fundurinn vel sóttur.

Á fundinum var m.a. ákveðið að birta helstu spurningar og svör við þeim á vef Lyfjastofnunar.Til baka Senda grein