Fréttir

Upplýsingar um lyf og aðgengi almennings að þeim

9.1.2009

Í tilefni greinar um geðheilbrigðismál sem birtist í Fréttablaðinu 8. janúar 2009, vill Lyfjastofnun taka fram að á vef stofnunarinnar eru upplýsingar um öll lyf með markaðsleyfi á Íslandi sem eru jafnframt hér á markaði.

Í greininni leggur höfundur sérstaka áherslu á að upplýsingar sem almenningur hefur aðgang að séu réttar.

Lyfjastofnun birtir upplýsingar um lyf (Sérlyfjaskrá) á vef stofnunarinnar www.lyfjastofnun.is. Þar er m.a. að finna samantekt um eiginleika lyfja og fylgiseðla allra lyfja sem hafa markaðsleyfi á Íslandi og eru hér á markaði. Þessar upplýsingar eru uppfærðar mánaðarlega.

Lyfjastofnun er í nánu samstarfi við Lyfjastofnun Evrópu og lyfjastofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu um lyfjamál. Samstarfið felst m.a. í því að skiptast á upplýsingum um örugga lyfjanotkun og skráningu aukaverkana.

Lyfjastofnun hefur reglulega birt fréttir þegar mikilvægar breytingar eru gerðar á þessum upplýsingum um lyf s.s. þegar rannsóknir hafa sýnt aukna tíðni aukaverkana eða þegar Evrópska lyfjastofnunin eða aðrar lyfjastofnanir í Evrópu hafa bent á að sérstakrar varúðar skuli gætt við notkun ákveðinna lyfja.

Upplýsingar um lyf á vef Lyfjastofnunar eru öllum aðgengilegar.Til baka Senda grein