Fréttir

Ný lyf á markað 1. febrúar 2009

4.2.2009

Cerenia stungulyf, lausn 10 mg/ml og töflur 24 mg eða 60 mg. Virka efnið er marópítant sem er notað við uppköstum hjá hundum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Co-trimoxazole töflur innihalda trimetóprim 80 mg og súlfametoxazól 400 mg. Það er sýklalyf og kemur í stað Primazol sem verið hefur á markaði í mörg ár. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Dehydratin neo töflur innihalda hýdróklórtíazíð 25 mg. Það er s.k. þvagræsilyf og er notað t.d. við háþrýstingi og bjúg. Lyfið er lyfseðilsskylt.

INTELENCE töflur innihalda 100 mg etravírin. Það tilheyrir flokki lyfja gegn HIV sýkingu, sem nefnast bakritahemlar, sem ekki eru núkleósíð (NNRTI lyf). Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum og eingöngu má nota það á eða í tengslum við sjúkrastofnun.

Lyfjatvíköfnunarefnisoxíð Strandmøllen lyfjagas inniheldur glaðloft (tvínituroxíð, N2O). Það er notað með öðrum lyfjum til svæfingar fyrir skurðaðgerð eða sem verkjastillandi/róandi þegar þörf er á skjótum áhrifum. Það er eingöngu ætlað til notkunar á sjúkrastofnun.

NeuroBloc stungulyf, lausn inniheldur Botulinus toxin gerð B, 5000 ein/ml. Það er notað til að meðhöndla spastískan hallinkjamma (cervical dystonia (torticollis)). Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í taugasjúkdómum og taugaskurðlækningum.

Omeprazol Actavis sýruþolin hylki. Hylkin innihalda virka efnið omeprazól, 10 mg, 20 mg eða 40 mg. Omeprazól er s.k. prótónpumpuhemill sem dregur úr sýrumyndun í maga. Það er t.d. notað við skeifugarnarsári, góðkynja magasári og bólgu í vélinda vegna bakflæðis. Heimilt er að selja 30 stk. af 10 mg og 20 mg hylkjunum án lyfseðils.

YAZ filmuhúðaðar töflur innihalda kvenhormónin dróspírenón 3 mg og etinýlestradíól 0,02 mg. Lyfið er ætlað til getnaðarvarna og er lyfseðilsskylt.

Listi yfir lyf markaðssett 2009 er hér.Til baka Senda grein