Fréttir

Ný útgáfa af leiðbeiningum um læsileika (readability guidelines)

11.2.2009

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í janúar s.l. nýja útgáfu af leiðbeiningum til að auka læsileika (readability guidelines). Leiðbeiningarnar eru ætlaðar umsækjendum og markaðsleyfishöfum sem útbúa áletranir og fylgiseðla lyfja. Tilgangur þeirra er að leiðbeina um hvernig tryggja megi að fylgiseðlar og áletranir lyfja séu aðgengileg og skiljanleg fólki sem fær þær í hendur svo það geti notað lyfin á réttan og öruggan hátt.
Guideline on the readability of the labelling and package leaflet of medicinal products for human use

Til baka Senda grein