Fréttir

Ný röðun á flokkun aukaverkana í lyfjatextum

26.2.2009

Lyfjastofnun Evrópu hefur birt nýja útgáfu af MedDRA flokkun á vefsíðu sinni. MedDRA hugtök eru stöðluð hugtök fyrir tíðni aukaverkana og líffæraflokka sem aukaverkunum er skipt eftir. Þessi hugtök á að nota í kafla 4.8 í samantektum á eiginleikum lyfs (SPC). Við þessa uppfærslu er uppröðun flokkana breytt í samræmi við viðauka við leiðbeiningar um gerð SPC. Engin breyting er á enskum frumtexta eða íslenskri þýðingu.
Viðauki II – þýðingar á MedDRA hugtökum fyrir tíðni og líffæraflokka sem nota á í samantektum á eiginleikum lyfs.

Til baka Senda grein