Fréttir

Ný lyf á markað 1. mars 2009 og breyting á nafni

3.3.2009

Ný lyf

Hepsera töflur 10 mg. Virka efnið er adefóvír dípívoxíl. Hepsera er notað til að meðhöndla sýkingu af völdum lifrarbólguveiru B (HBV). Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sérfræðinga í lifrarsjúkdómum. Lyfið er eingöngu notað á eða í tengslum við sjúkrastofnun.

Janumet töflur innihalda tvö virk efni, sitagliptín 50 mg og metformín 1000 mg. Lyfið er notað við sykursýki af tegund 2. Það er lyfseðilsskylt.

Mycamine innrennslisstofn, lausn inniheldur sveppalyfið micafungín 50 mg/ml eða 100 mg/ml. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á Candida sýkingum. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum og eingöngu má nota það á eða í tengslum við sjúkrastofnun.

Pergoveris stungulyfsstofn og leysir, lausn 150/75 a.e. Lyfið inniheldur follitrópín alfa og lútrópín alfa sem eru s.k. gónadótrópín. Það er notað til að framkalla egglos. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í kvensjúkdómum með þekkingu á frjósemisvandamálum.

Revlimid hylki 5 mg, 10 mg, 15 mg eða 25 mg. Virka efnið er lenalídómíd sem er ónæmisbælandi og notað við mergæxli. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum og það er eingöngu notað á eða í tengslum við sjúkrastofnun.

Ný lyfjaform

Baytril vet. töflur 50 mg og 150 mg, og mixtúra 25 mg/ml.

Droncit vet. stungulyf, lausn 57 mg/ml.

 

Ný samhliða innflutt lyf

Gammanorm (D.A.C.) stungulyf, lausn 165 mg/ml.

Xalatan (D.A.C.) augndropar, lausn 50 míkróg/ml.

 

Nafnbreyting: Streptocillin med sulfadimidin vet. legtafla breytir um nafn og verður Sulfa-Streptocillin vet. legtafla.

 

Listi yfir lyf markaðssett 2009 er hér.Til baka Senda grein