Fréttir

Úttekt á Lyfjastofnun

19.3.2009

Vikuna 9.-13. mars fór fram samanburðarúttekt á Lyfjastofnun (BEMA = Benchmarking of European Medicines Agencies) , sem er hluti af sameiginlegu verkefni allra lyfjastofnana á Evrópska efnahagssvæðinu, þar sem leitað er að styrkleika og metið hvað best er gert og bent á tækifæri til úrbóta í stefnu, stjórnun og rekstri, en hver úttektarhrina stofnananna tekur um þrjú ár. Í teyminu voru fulltrúar frá lyfjastofnunum í Portúgal, Póllandi og Írlandi. Megináhersla er lögð á að athuga málaflokka tengda yfirstjórn, veitingum markaðsleyfa, lyfjagát og eftirliti. Metnir eru 19 árangursmælikvarðar og gefin einkunn (á kvarðanum 1-5) skv. ISO9004:2000 staðlinum.

Framfarir voru mældar hjá stofnuninni í 95% tilvika frá því árið 2005 þegar sambærileg könnun fór fram. Niðurstaðan er notuð til að halda áfram að gera vel og enn betur en fyrr.

BEMA

Til baka Senda grein